Málþing um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna
Erfðanefnd landbúnaðarins efnir til málþings um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna fimmtudaginn 1. febrúar nk.
Tveir starfsmenn Hafrannsóknastofnunar munu halda erindi á málþinginu. Leó Alexander Guðmundsson mun fjalla um rannsókn á erfðablöndun á Vestfjörðum og Ragnar Jóhannsson um áhættumat á erfðablöndun og vöktun áhrifa eldis á náttúrulega laxastofna.
Aðalfyrirlesari á málþinginu verður Kevin Glover (Hafrannsóknastofnun Noregs og Háskólinn í Bergen), sem er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á sviði erfðablöndunar eldislax og náttúrulegs lax og vöktunar á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis. Mun hann fjalla um stöðu þekkingar á erfðablöndun, umfangi og áhrifum. Fletcher Warren-Myers frá Háskólanum í Melbourne í Ástralíu mun fjalla um rannsóknir sínar á notkun stöðugra samsæta til merkingar á eldislöxum svo rekja megi strokulaxa úr eldi til framleiðenda
Málþingið fer fram í Fróða, fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, og stendur frá kl. 13:00-16:30.
Fundarstjóri: Emma Eyþórsdóttir formaður Erfðanefndar landbúnaðarins