Mikill brælutúr hjá Blængi

Deila:

Frystitogarinn Blængur NK er að landa í Neskaupstað í dag. Veiðiferðin tók 23 daga og er aflinn 388 tonn upp úr sjó að verðmæti um 97 milljónir króna. Togarinn millilandaði í Hafnarfirði 16. janúar. Heimasíða Síldarvinnslunnar hitti Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra að máli og spurði hvernig túrinn hefði gengið.

„Þetta var mikill brælutúr. Við fórum suður fyrir land og síðan á Vestfjarðarmið. Þar var verið í karfa og síðan millilandað í Hafnarfirði. Við þurftum síðan að flýja undan veðri á Austfjarðamið og þar var aflinn blandaður. Heilt yfir var frekar tregt í túrnum. Loðnan var að ganga upp að landinu og fiskurinn fer til móts við hana til að éta. Það mun rætast úr veiðinni hjá okkur þegar loðnan gengur upp á grunnin við Suðausturland,“ sagði Bjarni Ólafur.

Blængur mun halda til veiða á ný á þriðjudagskvöld.

 

Deila: