Sérkennileg loðnuvertíð

Deila:

Segja má að það sé sérkennileg staða að íslenski loðnuflotinn skuli vera bundinn við bryggju um þessar mundir að undanskildum fimm skipum sem hafa haldið til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu. Á loðnumiðunum eru einungis norsk skip sem melduðu inn 5.500 tonn sl. sólarhring samkvæmt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar

Norsku skipin eru mörg með 200-500 tonna afla og munu sex þeirra landa hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, ýmist til manneldisvinnslu eða til mjöl- og lýsisframleiðslu. Í morgun var verið að landa úr Liafjord til manneldisvinnslu og var ráðgert að landað yrði úr Norderveg og Fiskskjer á eftir honum. Þá munu Strand Senior og Vea landa í fiskimjölsverksmiðjuna.

Það sem af er loðnuvertíðinni hafa vinnsluskipin Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA landað tæplega 5.000 tonnum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þá hefur grænlenska skipað Polar Amaroq skipað fjórum förmum beint um borð í flutningaskip, tvisvar á Eskifirði og tvisvar í Neskaupstað. Polar Amaroq lá inni á Norðfjarðarflóa í morgun og var að frysta.

Á myndinni er landað úr Liafjord til manneldisvinnslu í morgun. Ljósm. Smári Geirsson

 

Deila: