Hátt verð fyrir loðnu í Færeyjum

Deila:

Færeysku loðnuskipin hafa verið að gera góða túra á loðnuna hér við land. Högaberg landaði nýlega 1.000 tonnum til vinnslu á Fuglafirði og Júpíter landaði einnig þúsund tonnum nokkru síðar. Loðnan fer til vinnslu.

Verð á loðnu til skipanna er miklu hærra í Færeyjum en á Íslandi samkvæmt frétt á færeyska vefnum fiskur.fo Í Færeyjum fá skipin 65 krónur íslenskar fyrir loðnu til vinnslu en rúmar 42 krónur á Íslandi.

Mörg af færeysku skipunum sem verið hafa á kolmunna eru nú að búa sig til veiða á loðnu við Ísland.

 

 

 

Deila: