Leitað umsagna um reglugerð um velferð lagardýra
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett fram til umsagnar á SAMRÁÐSGÁTT drög að reglugerð um velferð lagardýra og er tilgangur hennar er að tryggja góðan aðbúnað, umhirðu, heilbrigði og velferð lagardýra, ásamt því að hindra útbreiðslu og útrýma smitsjúkdómum í lagardýrum.
Frestur til að skila inn umsögnum er til 27. febrúar 2018.
Umsagnir skal senda á netfangið postur@anr.is
Drög til umsagnar á Samráðsgátt stjórnvalda