Spennandi verkefni á Kópaskeri

Deila:

Uppbygging eldisstöðvar fyrir laxaseiði á Röndinni á Kópaskeri er háð því að Fiskeldi Austfjarða fái leyfi til framleiðsluaukningar í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fiskeldinu gæti fylgt 10 til 15 störf, segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta verkefni á Kópaskeri er mjög spennandi; mikil þekking á svæðinu og góðar aðstæður,“ segir Guðmundur.

Uppbygging eldisstöðvar fyrir laxaseiði á Röndinni á Kópaskeri er háð því að Fiskeldi Austfjarða fái leyfi til framleiðsluaukningar í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Þetta segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða.
Stefnt að 21 þúsund tonna árlegri slátrun

Áætlun er um að árleg slátrun úr fiskeldi Fiskeldis Austfjarða verði 21 þúsund tonn. Í Berufirði er ætlað að ala 10 þúsund tonn, þar af 4 þúsund tonn af geldlaxi og í Fáskrúðsfirði er áætlað að ala 11 þúsund tonn af laxi, þar af 5 þúsund geldlax.
„Mjög spennandi verkefni“

Guðmundur segir að umhverfismat sé langt komið og hann á von á niðurstöðu á næstu mánuðum. Leyfi til aukinnar framleiðslu þurfa að liggja fyrir til að hægt sé að hefjast handa á Kópaskeri, en Rifós í Öxarfirði hefur séð fiskeldinu fyrir fiski, en afkastageta framleiðslunnar var tvöfölduð í fyrra. „Þetta verkefni á Kópaskeri er mjög spennandi; mikil þekking á svæðinu og góðar aðstæður,“ segir Guðmundur við Fréttablaðið.

10 til 15 ný störf á Kópaskeri
Áætlanir eru uppi um að framleiðslugeta fiskeldisins á Kópaskeri verði allt að tvö þúsund tonn af laxi á ári. Gert er ráð fyrir allt að 16 útikerjum auk tvö hundruð fermetra þjónustuhúss og borholum. Enginn fiskur verður alinn í sjó við Kópasker.

Fiskeldinu gæti fylgt 10 til 15 störf en atvinnutækfæri á Kópaskeri hafa verið af skornum skammti um árabil.

 

Deila: