Samdráttur í Færeyjum

Deila:

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum í janúar síðastliðnum dróst saman um 30% í verðmæti og 18% í magni. Þar munar mestu um uppsjávarfisk og lax. Verðmæti útfluttra afurða nú var 8,9 milljarðar íslenskra króna, en var í sama mánuði í fyrra tæpir 13 milljarðar. Magnið nú er tæplega 33.000 tonn en var í fyrra um 40.000 tonn.

Þegar litið er á verðmæti útfluttra afurða skilaði sala á botnfiski, þorski, ýsu og ufsa, 1,9 milljörðum króna, sem er 4% vöxtur. Verðmæti uppsjávarfisks féll um ríflega helming og var ríflega 2 milljarðar króna. Eldislaxinn skilaði 3,7 milljörðum, sem er samdráttur um 35%.

Langmest fór utan af afurðum úr uppsjávarfiski, ríflega 1.000 tonn, en það er þó samdráttur um 21%. Enn meiri samdráttur varð í laxinum, eða 25%. Magnið þar nú var rétt tæp 4.000 tonn, en var 5.200 tonn í sama mánuði í fyrra. Af bolfiskinum fóru utan tæp 3.600 tonn, sem er 5% samdráttur.

Deila: