Í „heitum potti“ við strendur Víetnams

Deila:

Breki VE og Páll Pálsson ÍS voru austur af strönd Víetnams snemma í síðustu viku. Þeim togarabræðrum heilast vel og áhöfnum sömuleiðis. Heimferðin gengur að óskum.

Meira að segja „heitur pottur“ um borð til að slaka á í sólríkri dymbilvikunni á þessum slóðum.

Í gær voru þeir vestur af Sumötru og stefndu í áttina til Sri Lanka.

 

Deila: