3.000 tonna stækkun fiskeldisstöðvar Matorku í Grindavík

Deila:

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum 3.000 tonna stækkunar fiskeldisstöðvar Matorku í Grindavík. Fallist er á tillögu Matorku að matsáætlun með athugasemdum.

Í tillögu Matorku að matsáætlun kemur fram að fyrirtækið starfræki tvær fiskeldisstöðvar í landi Húsatófta í Grindavík. Önnur stöðin sé seiðaeldisstöð sem byggð var á níunda áratug síðustu aldar en hin stöðin sé ný áframeldisstöð og hafi leyfi til framleiðslu á 3.000 tonnum af bleikju, laxi og urriða á ári. Fyrirhuguð framkvæmd felist í stækkun eldisrýmis um 3.000 tonn í síðarnefndu stöðinni. Við framleiðsluna verði notast við ísalt og fullsalt vatn sem dælt verði úr borholum á lóð fyrirtækisins. Vatnsþörf vegna framleiðsluaukningar sé um 2.000 l/sek. Miðað sé við að endurnýting á vatni verði um 70-75%. Ker verði hönnuð og byggð þannig að lífrænn úrgangur renni út um botnkerfi og fari í gegnum tromlusíu. Fast efni verði fjarlægt en affallsvatn verði leitt í frárennslislögn sem liggi til sjávar í Arfadalsvík.

Ákvörðunina má skoða hér.

 

Deila: