Gullver fiskar vel

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til löndunar á Seyðisfirði í morgun með 102 tonn og er þorskur uppistaða aflans. Marsmánuður var góður hjá Gullver og var afli togarans 550 tonn í fimm veiðiferðum. Verðmæti aflans í mánuðinum reyndist vera tæplega 110 milljónir króna.

Rúnar Gunnarsson skipstjóri segir að vel hafi gengið að fiska í öllum marsmánuði og einnig það sem af er apríl. „Við vorum að veiða í Hvalbakshallinu í þessum túr en í síðustu þremur túrum þar á undan vorum við á Selvogsbanka. Aflinn hefur verið jafn og góður og fiskurinn sem fæst stór og fallegur. Það skiptir miklu máli að veður hefur verið gott að undanförnu, en veðurfarið í vetur reyndist okkur oft býsna erfitt,“ sagði Rúnar í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Ljósmynd Ómar Bogason.

Deila: