Ágætis kropp í kolmunnanum

Deila:

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í fyrradag og landaði 3.003 tonnum af kolmunna sem fékkst í færeysku lögsögunni. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra á Berki NK í gærmorgun og sagði hann að það væri ágætis kropp í kolmunnanum. Var Börkur kominn með 850 tonn og er það sólarhringsafli. Aflinn fékkst í tveimur holum. Bjarni Ólafsson AK var á miðunum og við það að fylla.

Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, segir að kolmunninn sé ágætt hráefni fyrir fiskimjölsverksmiðjurnar. „Aflinn er vel kældur um borð í skipunum og skipin fá í sig á tiltölulega stuttum tíma. Aflinn er því nokkuð ferskur þegar honum er landað, en fiskurinn er hins vegar heldur magur á þessum árstíma,“ segir Hafþór.

 

Deila: