Samfélagsskýrsla frá HB Granda

Deila:

HB Grandi hefur birt sína fyrstu samfélagsskýrslu fyrir árið 2017 þar sem fylgt er viðmiðum Global Reporting Initiative, G4. „Það er metnaður félagsins að öll starfsemi þess sýni í verki ábyrgð gagnvart auðlindum sjávar og samfélaginu öllu. Þetta kemur skýrt fram í því hlutverki sem skilgreint var í stefnumótun félagsins á árinu: Ábyrg verðmætasköpun úr sjávarfangi,“ segir í frétt á heimasíðu HB Granda.

Skýrslan fjallar um ófjárhagslega þætti starfseminnar en meðal umfjöllunarefna eru hagræðing í rekstri, umhverfisverkefni, stafrænar lausnir, mannauðsmál, öryggismál og ýmis samfélagsverkefni.

Samfélagsskýrsla HB Granda hf. er nú aðgengileg á rafrænu formi á eftirfarandi slóð: samfelagsskyrsla2017.hbgrandi.is
 

Deila: