Leyfi til aukinnar framleiðslu Íslenska kalþörungafélagsins
Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. til framleiðslu á allt að 85.000 tonnum af kalki og kalkafurðum árlega í verksmiðju fyrirtækisins að Hafnarteigi 4, Bíldudal. Starfsleyfið byggir á umsókn fyrirtækisins um 35 þúsund tonna árlega framleiðsluaukningu kalks úr 50 þúsund tonnum í 85 þúsund tonn.
Starfsleyfistillagan var auglýst opinberlega á tímabilinu 1. mars til 5. apríl 2018 og var gefinn kostur á að koma með skriflegar athugasemdir við tillöguna. Engar athugasemdir bárust.
Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Auglýsing þessi er birt á fréttasvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd Starfsleyfi