Veglegt Sjómannadagsblað Grindavíkur
Í blaðinu eru ítarleg viðtöl við Einar Hannes Harðarson, formann Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Jónas Garðarsson, formann Sjómannafélags Íslands og réttinda- og kjarabaráttu íslenskra sjómanna. Blaðið er mikið að vöxtum, 124 blaðsíður alls.
Þá er fjallað um íslensk frímerki sem tengjast sjósókn og fiskvinnslu, greint frá endurbótum í hjarta Grindavíkurhafnar. Grein um sjómælingar og sjókort, för Fisktækniskóla Íslands til Danmerkur og margt fleira efni frá fyrri tímum. Blaðið prýðir mikill fjöldi ljósmynda, bæði nýjar og frá fyrri tíð.
Ritstjóri blaðsins er Óskar Sævarsson.