Ráðgjöf um fiskafla kynnt í næstu viku

Deila:

Þann 13. júní klukka 9:00 mun Hafrannsóknastofnun kynna ráðgjöf helstu nytjastofna sjávar fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Kynningin mun fara fram í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.

Líkt og fyrri ár mun Hafrannsóknastofnun kynna ráðgjöf fyrir flesta botnfiskstofna á Íslandsmiðum auk ráðgjafar fyrir nokkra stofna hryggleysingja. Einnig verður ráðgjöf veitt fyrir sumargotssíld en ráðgjöf um veiðar úr öðrum uppsjávarfiskistofnum er birt á haustin.

Að höfðu samráði við Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið og hagsmunaaðila mun Hafrannsóknastofnun framvegis veita ráðgjöf fyrir humar í upphafi árs en ekki í júní, líkt og verið hefur. Ástæðan er breytt aðferðafræði við stofnmat humars en nú fer stofnmæling fram í júní en úrvinnsla gagna er mun tímafrekari en áður var. Ráðgjöf humars mun þá byggjast á nýjustu gögnum og koma tímalega fyrir upphaf vertíðar sem hefst í mars.

 

Deila: