Fiskaflinn dróst saman í júní

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í júní var 47.227 tonn eða 11% minni en í júní 2017. Botnfiskafli var rúm 32 þúsund tonn og dróst saman um tvö prósent, þar af nam þorskaflinn tæpum 18 þúsund tonnum sem er 2% minni afli en í júní 2017. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæplega 11 þúsund tonn sem er 31% minna en í júní 2017. Skel- og krabbadýraafli nam 735 tonnum samanborið við 742 tonn í júní 2017 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, var tæplega 1.266 þúsund tonn, en það er 8% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í júní metið á föstu verðlagi var 6% minna en í júní 2017.

Fiskafli
  Júní Júlí‒júní
  2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 69 65 -6
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 53.016 47.227 -11 1.370.630 1.265.900 -8
Botnfiskafli 32.831 32.302 -2 411.320 475.216 16
  Þorskur 18.303 17.929 -2 241.708 279.513 16
  Ýsa 1.778 2.368 33 35.324 40.984 16
  Ufsi 4.573 4.090 -11 46.668 56.625 21
  Karfi 4.177 4.095 -2 55.460 63.396 14
  Annar botnfiskafli 3.999 3.820 -4 32.161 34.698 8
Flatfiskafli 3.234 3.412 5 20.773 25.963 25
Uppsjávarafli 16.188 10.769 -33 676.807 753.569 11
  Síld 42 3 -93 110.651 125.392 13
  Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 15.581 10.766 -31 201.268 277.420 38
  Makríll 565 0 -100 168.050 164.424 -2
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 742 735 -1 9.394 11.129 18
Annar afli 21 9 -55 66 23 -65

 

Deila: