Færri róa og afli minni
Alls hafa 532 bátar virkjað leyfi til strandveiða sem er 55 bátum færra en á sama tíma í fyrra. Afli þeirra nemur 7.127 tonnum sem er 318 tonnum minna en á síðasta ári. Afli á hvern bát er hins vegar 13,4 tonn nú en var 12,7 tonn í fyrra. Mestu munar þar um afla báta á svæði A sem er nú 16,5 tonn en var að meðaltali 12,6 tonn í fyrra að loknum júlí.
Sjá nánar http://www.smabatar.is/Strandveiðar%20að%20morgni%2027.%20júl%C3%AD.pdf