Uppboðum frestað um viku

Deila:

Færeyska sjávarútvegsráðuneytið frestaði í síðustu viku lokuðum uppboðum á heimildum til veiða á norsk-íslenskri síld og makríl. Uppboðin verða 14. og 16. ágúst. Um er að ræða 10.901 tonn af makríl á fyrra uppboðinu og 7.490 tonn af síld á því síðara.

Þátttaka í síðustu uppboðum hefur verið takmörkuð. Á þessum dögum eru verið að ganga frá úthlutun þróunarkvóta og er það ætlunin að ljúka því áður en kemur til uppboða á veiðiheimildum til lengri tíma

 

Deila: