Ráðherrar sjávarútvegsmála funda í Færeyjum

Deila:

Ráðstefna sjávarútvegaráðherra ríkja við Norður-Atlantshafið er nú haldin í Færeyjum. Sjálfbærni er yfirskrift ráðstefnunnar og stendur hún yfir í dag og á morgun. Högni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja er gestgjafi ráðstefnunnar.

Auk umræðna um sjálfbærni og framkvæmd hennar munu ráðherrarnir eiga tvíhliða fundi sín á milli, þar sem helstu áherslur þeirra í stjórnun á veiðum úr sameiginlegum fiskistofnum verða ræddar. Þá gefst gestunum kostur á því að kynnast færeyskri náttúru og menningu.

Þetta er í fyrsta sinn sem rússneski sjávarútvegsráðherrann Ilya Shestakov heimsækir Færeyjar og sömuleiðis er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála Evrópusambandsins, Karmenu Vella, kemur til Færeyja. Framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB kom síðast til Færeyja árið 2013, en því embætti gegndi þá Maria Damanaki.

Um hádegisbilið á morgun verður haldinn blaðamannafundur á Hotel Føroyum, þar sem fjölmiðlamönnum gefst kostur á að fræðast um viðræðurnar og leggja spurningar fyrir ráðherrana.

 

Deila: