Hvalreki við Grindavík

Deila:

Hvalrekar hafa verið óvenju tíðir hér á landi á þessu ári. Hvali hefur rekið á land á mörgum stöðum, ýmist dauða eða lifandi. Hvalagengd við landið hefur einnig verið óvenjumikil og má þar nefna grindhval og sjaldgæfari hvali eins og andarnefjur.

Skýringar liggja ekki alveg ljósar fyrir, enda vafalítið fleiri en ein. Nefnt hefur verið að heræfingar kafbáta sunnar í Atlantshafi geti verið skýringin. Þá er líklegt að hvalirnir séu í ætisleit á norðurslóðir, hvort sem þeir eru að elta makríl eða smokkfisk, sem til dæmis er mikilvæg fæða grindhvala.
Þennan hval rak á fjörur við Grindavík í vikunni. Líklega er þar um hrefnu að ræða. Því er reyndar þannig farið nú til dags að hvalreki er enginn hvalreki lengur eða þannig. Ekkert er nýtt af honum eins og var fyrr á öldum.

Ljósmynd Hallgrímur Hjálmarsson.

Deila: