Aðalfundir svæðisfélaga LS að hefjast

Deila:

Nú fer í hönd tími aðalfunda svæðisfélaga LS.   Smábátafélag Reykjavíkur og Snæfell ríða á vaðið.

Reykvíkingar halda sinn fund nk. föstudag 14. september í félagsmiðstöðinni í Grófinni og hefst fundurinn kl 13:00.  Innan Smábátafélags Reykjavíkur eru 41 félagsmenn.

Formaður félagsins er Þorvaldur Gunnlaugsson.

Aðalfundur Snæfells verður á Kaffi Emil í Grundarfirði sunnudaginn 16. september og hefst fundurinn kl 16:00.

Snæfell er fjölmennast félaga innan LS með 120 félagsmenn.

Formaður félagsins er Örvar Marteinsson.

„Mikilvægt að allir félagsmenn mæti á fundina þar sem mörg mikilvæg mál eru nú í deiglunni.  Má þar nefna kröfu smábátaeigenda um leiðréttingu á veiðigjöldum, endurskoðun á fyrirkomulagi grásleppuveiða, strandveiðar og línuívilnun svo eitthvað sé nefnt,“ segir í frétt á heimasíðu LS.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: