Færeysk fyrirtæki kynna sig

Deila:

Sendistofa Færeyja á Íslandi og atvinnuþróunarfélögin fyrir Austan, Norðan og Vestan standa fyrir fyrirtækjasýningu og viðskiptafundum með færeyskum fyrirtækjum dagana 18 til 20 september. Poul Michelsen utanríkis- og viðskiptaráðherra Færeyja fer fyrir þrettán færeyskum fyrirtækjum sem taka þátt. Á sýningunni verður margt áhugavert að skoða, þar á meðal ýmsar lausnir sem færeysku fyrirtækin hafa þróað á undanförnum árum

Sendistofa Færeyja stendur fyrir ferðasýningunni þar sem þrettán fyrirtæki kynna starfsemi sína. Með í för er utanríkis- og viðskiptaráðherra Færeyja, Poul Michelsen og sendiherra Færeyja á Íslandi, Petur Petersen. Á sýningunni mun færeyski tónlistarmaðurinn Hallur Joensen flytja lög auk þess sem boðið verður upp á gómsætan færeyskan mat. Sýningin verður sett upp á þremur stöðum á landinu: Á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.

Með þessu er  vonast til að efla viðskiptasamband og samstarf fyrirtækja í Færeyjum og á Íslandi enda má lengi gott bæta. Norræna styttir vegalengdir milli okkar og því mikilvægt að nýta sér það tækifæri. Það er öllum til hagsbóta að byggja og þróa möguleikana á aukinni samvinnu á sem flestum sviðum, opinberum vettvangi sem og í viðskiptum.

Fyrirtæki sem koma frá Færeyjum eru: SpF Aquamed.fo, Berglon, El-Talvuvirkið í Gøtu Sp/f, Föroya Bjór, Hdygd, KJ Hydraulik, KSS (Slippurinn í Klaksvík), LookNorth, Nomatek, Primafisk, Rock Trawl-doors, Vónin og Vest Pack.

Ísland og Færeyjar eiga með sér fríverslunarsamning, Hoyvíkursamningurinn, sem gerir Ísland og Færeyjar að sameiginlegu efnahagssvæði. Í þessum samningi eru því miklir þróunarmöguleikar.

Utanríkis- og viðskiptaráðherra, Poul Michelsen hefur boðað fulltrúa sveitafélaga til fundar við sig af þessu tilefni og munu þeir fundir snúa að því að efla og styrkja samband og samtal opinberra aðila.

 

Deila: