Makrílaflinn kominn yfir 100.000 tonnin

Deila:

Makrílvertíðin þokast áfram, en bræla brast reyndar á á miðunum fyrir austan land í gær. Aflinn er orðinn um 103.400 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli er 146.155 tonn og því er enn óveiddur töluverður hluti kvótans.

Aflareynsluskipin eru með mestan afla, enda með mestar heimildir. Þau eru nú komin með 91.450 tonn, en eiga enn eftir heimildir til veiða á 35.660 tonnum. Fimm af þeim eru komin yfir 7.000 tonna afla. Aflahæstur er Víkingur AK með ríflega 8.00 tonn. Næst koma Guðrún Þorkelsdóttir SU með 7.560 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 7.270 tonn, þá Hoffell SU með 7.160 tonn og Venus NS með ríflega 7.000 tonn.

Þrjú vinnsluskip eru skráð með afla samtals 2.770 tonn.. Það eru Guðmundur í Nesi RE með 1.140 tonn, Hrafn Sveinbjarnarson GK með 926 tonn og Gnúpur GK með 701.400 tonn.

Skip án vinnslu stunda veiðarnar ekki nú frekar en síðustu ár og eru mestallar heimildir þeirra fluttar yfir á aflareynsluskipin.

Um 50 smábátar hafa landað afla, samtals langleiðina í 4.000 tonn. Þeirra aflahæstir eru samkvæmt færslu á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda Siggi Bessa SF með 2134 tonn, Fjóla GK með 212 tonn og Júlli Páls SH með 197 tonn.

Deila: