Ólöglegar veiðar valda miklum skaða

Deila:

Ráðstefna um ólöglegar fiskveiðar og lögbrot í fiskvinnslu og viðskiptum með sjávarafurðir var haldin í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Fundinn sóttu fulltrúar fjölmargra fiskveiðiþjóð og samtaka. Þema fundarins í Kaupmannahöfn í síðustu viku var ólöglegt athæfi á alþjóðavísu innan sjávarútvegsins. Talið er að um 20% af öllum fiski og fiskafurðum á heimsmarkaðnum eigi sér uppruna úr ólöglegum veiðum. Varlega áætlað er verðmæti fiskafurða sem komi árlega úr ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum um 23,5 milljarðar Bandaríkjadala, en það svarar til 2.765 milljarða íslenskra króna

Lögbrotin ná yfir fjölmarga hlekki í virðiskeðjunni bæði á sjó og í landi. Auk ólöglegra veiða rætt um skjalafals, skattsvik, spillingu, peningaþvætti, mansal og mannréttindabrot. Lögbrotin eru mjög umfangsmikil, þau fara þvert á landamæri og eru oft þaulskipulögð.

Högni  Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, var meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hann ræddi um um samstarf stærri þjóða í samtökunum Large Ocean Nations, LON, sem hófst árið 2015. Færeyingar hafa þar tekið virkan þátt í. Á síðasta ári efndu Færeyjar ásamt fleirum til ráðstefnu á Möltu um hið „bláa hagkerfi“ sjávarútvegsins. Þar voru umræður og ályktanir um tilraunir strandríkja til að efla hið bláa hagkerfi, að fá nýjar og verðmætari afurðir úr öllu því sem dregið er lifandi úr sjó.

Löndin sem tóku þátt í ráðstefnunni á Möltu voru Færeyjar, Ísland, Noregur, Grænland, Seyschelleseyjar, Máritíus. Grænhöfðaeyjar, Sao Tomi og Prinspi, Papúa Nýja Gínea, Vanatu, Grenada og Malta. Eitt af því sem skilaði sér frá ráðstefnunni þar var kynning á fundi FAO í Róm í júlí, þar sem áhersla var lögð á bláa tísku, það er að vinna klæði úr fiskroði.

Næsta stig í þessu samstarfi verður að í september á næsta ári verður haldin ráðstefna um „bláan vöxt“ og samstarf milli strandríkja.

Ólöglegar veiðar eru mikið vandamál hjá smáum viðkvæmum eyríkjum með víðfeðma lögsögu á suðurhveli jarðar. Þær skaða hagkerfið, skekkja markaðina og kippa grundvellinum undan uppbyggingu fiskistofna og valda því að auðlindin skilar sér ekki til viðkomandi þjóðar. „Alþjóðasamfélagið er verður að viðurkenna að alþjóðleg lögbrot innan sjávarútvegsins sé mikið vandamál,“ segir Högni Hoydal.

„Fyrir smá eyjasamfélög sem byggja afkomu sína á því sem hafið gefur er það mikilvægt að spornað sé gegn rányrkju og annarri ólöglegri starfsemi í sjávarútveginum. Útflutningur á fiski og fiskafurðum hefur allt að segja fyrir efnahaginn og matvælaöryggi hjá þessum samfélögum. Viðskipti með fisk og fiskafurðir eru alþjóðleg og lögbrotin eiga sér fá landamæri. Því er það á verksviði alþjóðasamfélagsins á grípa til aðgerða.“

Høgni Hoydal lauk máli sínu með að segja að þjóðirnar yrðu að taka höndum saman til að stöðva alþjóðlega ólöglega starfsemi innan sjávarútvegsins. Koma verði í veg fyrir veiðiþjónað úr matarkistum okkar sem kippi grundvellinum undan tilraunum til að byggja upp sjálfbærar veiðar og matvælaöryggi í veröldinni.

 

Deila: