Byrjaði í móttökunni í Meitlinum
Maður vikunnar á Kvótanum gegnir ábyrgðarmikilli stöðu. Hann er hafnarstjóri í Þorlákshöfn og þar er mikill hugur í mönnum. Stefnt er að verulegum hafnarbótum, sem gera stærri skipum en áður greiðari aðgang að höfninni og þannig auka möguleika á vöruflutningum til og frá landsins um höfnina.
Nafn?
Hjörtur Bergmann Jónsson.
Hvaðan ertu?
Frá Læk í Ölfusi.
Fjölskylduhagir?
Giftur Hrönn Guðmundsdóttur. Börn; Hákon Hjartarson, Hrafnhildur Hlín, og Sigurhanna Björg.
Hvar starfar þú núna?
Hafnarstjóri í Þorlákshöfn.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
1970 í fiskmóttökunni í Meitlinum í Þorlákshöfn og svo 1973 á sjó á Snætindi ÁR 88.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Það er fjölbreytnin engin dagur eins.
En það erfiðasta?
Það er ekki til neitt sem heitir erfitt bara mismunandi auðvelt.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Ég held að við setjum það ekki á prent.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Ólafur Tryggvason heitinn stýrimaður frá Ólafsvík.
Hver eru áhugamál þín?
Hestamennska, ferðalög og vinnan.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Allskonar fiskur, hrossakjöt og hrossabjúgu (heimagerð).
Hvert færir þú í draumfríið?
Á skíði í Austurríki.