Þörungar og ræktun þeirra kynnt

Deila:

Eru smáþörungar og stórþörungar framtíðin? Viltu tengjast aðilum í rannsóknum, eldi og vinnslu þörunga frá Maine?

Miðvikudaginn 12. desember nk. verður Dr. Ira Levine, forseti Algae Foundation og prófessor við University of Southern Maine með kynningu á þörungum og þörungaræktun.

Ira Levine

Eitt af markmiðum heimsóknar Dr. Ira Levine til Íslands er að koma á tengslum milli aðila í þörungarræktun í Maine og Íslandi. Algae Foundation býður upp á frítt kennsluefni sem hann mun kynna sem og miðla af reynslu sinni. Haldnir verða tveir fyrirlestrar, annar með áherslu á stórþörunga og hinn á smáþörunga.

Stórþörungar

staður og tími: 12. des. kl. 10 hjá Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, fundarsalur á 1. hæð.
Sérstaklega verður fjallað um ræktun stórþörunga í tengslum við annað eldi.

Smáþörungar

staður og tími: 12. des. kl. 14 hjá Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík, fundarsalur á 3. hæð.
Fjallað verður um eldi smáþörunga og tækifæri í framleiðslu verðmætra efna.

Dr. Levine hefur unnið í 33 ár við hagnýtar- og grunnrannsóknir í sameindalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og ræktun þörunga, eldisstýringu og uppbyggingu eldis. Hann hefur m.a. komið að ræktun í sjó og vötnum í Kanada, Kína, Indónesíu, Japan, Malasíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Á síðustu árum hefur hann lagt áherslu á ræktun þörunga til framleiðslu fóðurbætis fyrir eldi, fæðubótaefni, sérhæfð efni og lífeldsneyti.
Dr. Levine er forseti Algae Foundation, sem hefur þróað námsefni til að styðja við menntun tæknifólks og sérfræðinga innan þörungageirans. Meðal þess er gjaldfrjálst námsefni á netinu, Algal MOOC: https://www.coursera.org/learn/algae.

Deila: