Skipin halda til veiða á ný
Ísfisktogarinn Gullver NS heldur til veiða frá Seyðisfirði í dag. Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Vestmannaey VE og Bergey VE, munu hins vegar ekki láta úr höfn fyrr en á föstudag. Frystitogarinn Blængur NK liggur í Norðfjarðarhöfn og er verið að sinna viðhaldsverkefnum þar um borð. Ekki er gert ráð fyrir að Blængur haldi til veiða fyrr en í næstu viku.
Áformað er að Börkur NK haldi til loðnuleitar á föstudag, en Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK liggja í Norðfjarðarhöfn. Bjarni Ólafsson gæti einnig tekið þátt í loðnuleit en Beitir mun bíða frétta.