Samfélagsspor Síldarvinnslunnar nærri 10 milljarðar

Deila:

Síldarvinnslan greiddi í fyrra um 9,6 milljarða króna til samfélagsins, að því er fram kemur í samfélagsskýrslu fyrirtækisins. Þar af voru 5,6 milljarðar greiddir í skatt og gjöld árið 2022 auk þess sem tæpir 4 milljarðar voru innheimtir af starfsfólki í formi tekjuskatts.

Í skýrslunni er að finna samantekt um samfélagsspor samstæðunnar. Fram kemur að í útreikningi samfélagsspors sé dótturfélagið Vísir tekið með. Það skýri mikla hækkun á milli ára.

Samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar má nálgast hér

Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða í fyrra. 3,4 milljarðar voru greiddir út í arð til eigenda fyrirtækisins. Samherji er stærsti eigandi Síldarvinnslunnar með um 30% hlut.

Deila: