Fiskur með kotasælu og ananas
Nú er það fiskur og aftur fiskur. Einfaldur en hollur og góður matur og að sjálfsögðu í góðu hófi. Þessa uppskrift fundum við á netsíðunni pjatt.is og er hún virkilega góð. Þetta er lítil uppskrift en auðvelt að sjálfsögðu að stækka hana bara að margfalda með fjölda þeirra, sem í mat verða.
Innihald:
200 gr hvítur fiskur
1 lítil dós kotasæla
2 msk sýrður rjómi
Blandað grænmeti brokkolí, blómkál, gulrætur, ferskt eða frosið
Anans í bitum úr dós, má líka sleppa
Himalayasaltsalt og pipar
Smá parmesan
1 tsk papríkukrydd
Aðferð:
Grænmetið skorið smátt og sett neðst í eldfastmót. Sýrður rjómi settur yfir og næst fiskurinn. Ananas í bitum settur yfir fiskinn. Kotasælu smurt yfir allt og rifinn parmesan og papríkukrydd ofaná.
Hitað á sirka 180 í blástursofni í 15-20 mínútur eða þar til fiskurinn er mátulegur. Berið fram með salati og góðu grófu brauði ef vill.