VSV á stærstu sjávarútvegssýningu veraldar 

Deila:

Markaðs- og sölumenn Vinnslustöðvarinnar í öllum heimshornum voru staddir í Brussel, á sjávarútvegssýningunni miklu sem stóð yfir frá þriðjudegi fimmtudags.

Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar í veröldinni ár hvert. Þarna eru um 1.900 sýnendur frá 78 ríkjum og því rúmlega hálfur handleggur að kynna sér á fáeinum sólarhringum það sem þarna er sýnt og kynnt!

„Hér erum við að venju með allt okkar söluteymi til að hitta viðskiptavini og reyna líka að skapa ný sambönd sem gætu komist á strax eða síðar,“ segir Björn Matthíasson, rekstrarstjóri hjá VSV.

„Allt er stórt í sniðum. Von er á 30 þúsund gestum hingað og áhugi mikill á íslensku sjávarfangi nú sem fyrr.“

 

Deila: