Komnir í 70% af leyfilegum heildarafla

Deila:

Nú fer að síga á seinni hlutann í strandveiðum sumarið 2019. Veiðarnar hafa gengið vel og hefur orðið mikil aukning á bátum á strandveiðum. Sumarið 2018 voru gefin út 558 strandveiðileyfi en í sumar hafa verið gefin út 623 leyfi. Alls nýttu 19 bátar sér þá heimild að hætta fyrr á strandveiðum til að fara í fyrri útgerðarflokk samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.

Í maí, júní og júlí hafa alls verið veidd 8.231.015 kg. Á A-svæði hefur verið veitt 43,5% af aflanum, 18,6% á B-svæði, 17,9% á C-svæði og 20% á D-svæði. Strandveiðibátar hafa nýtt sér að landa 404.467 kg af ufsa í strandveiðiafla í Verkefnasjóð sem er 40,4% af leyfilegri heimild. Alls var aflaheimildin fyrir strandveiðar í sumar 11.100 tonn og fyrstu þrjá mánuðina hafa verið veidd 70,5% af þeim afla.

Hámarksskammtur í veiðiferð eru 650 þorskígildiskíló. 259 bátar veiddu umfram það magn í maí mánuði og 292 bátar í júní. Alls hefur því verið lagt á sérstakt gjald í maí og júní mánuði á 61.207 þorskígildiskíló og gerir það alls 17.304.191 kr.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: