Kastaði sex tindabikkjum á glæ

Deila:

Færeyska línuskipinu Stapanum var skipað til hafnar á Vopnafirði fyrr í mánuðinum fyrir meint brottkast. Eftirlitsdróni Gæslunnar sýndi þá að sex fiskum var kastað á glæ frá skipinu. Nánari rannsókn leiddi svo í ljós að um var að ræða tindabikkju, sem er verðlaus fiskur.

Að loknum yfirheyrslum hjá lögreglunni hélt skipið til veiða á ný. Ekki liggur fyrir hvort þetta athæfi muni hafa einhverja eftirmála, en þrjár af skötunum voru lifandi er þeim var fleygt í sjóinn og voru þær frelsinu fegnar að sögn útgerðarmanns Stapans..

 

Deila: