Vinna í millidekki á nýrri Vestmannaey hafin

Deila:

Hin nýja Vestmannaey hélt norður til Akureyrar hinn 6. ágúst sl. og munu þar starfsmenn Slippsins ganga frá millidekki skipsins. Áður höfðu starfsmenn Vélsmiðjunnar Þórs í Vestmannaeyjum gengið frá lestarfæribandinu um borð.

Millidekkið verður um þriðjungi stærra og að ýmsu leyti fullkomnara en var í gömlu Vestmannaey (núverandi Smáey). Þar verða meðal annars tveir stærðarflokkarar og krapakerfi frá KAPP. Þá er lögð áhersla á að vinnuaðstaða á dekkinu verði öll hin besta og líkamlegt álag á áhöfnina  í lágmarki, samkvæmt frétt frá Síldarvinnslunni.

Gert er ráð fyrir að hin nýja Vestmannaey geti hafið veiðar um miðjan september.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

 

Deila: