Færeyjar semja um þorskkvóta á Flæmska hattinum

Deila:

Færeyingar hafa samið við Evrópusambandið um heimildir til veiða á 450 tonnum af þorski á Flæmska hattinum á þessu ári og því næsta. Á móti hafa þeir látið ESB fá veiðiheimildir sínar á hrossamakríl í sunnanverðu Kyrrahafi.

Færeyingar hafa ekki nýtt sér heimildir sínar í Kyrrahafi í nokkur ár. Um var að ræða fremur lítinn kvóta í samanburði við afla færeyskra skipa þar á árinu 2007. „Mikilvægt er að tryggja að veiðiheimildir þar verði nýttar og að Færeyingar hafi af þeim einhverjar tekjur, nýti færeysk fiskiskip sér þær ekki. Síðustu ár hafa Færeyingar framselt þessar til Evrópusambandsins til að tryggja nýtingu kvótans og með því markmiði að að færa saman veiðiheimildir Færeyinga,“ segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneyti Færeyja.

Þess vegna koma þessi skipti á veiðiheimildum til, en þær eru í báðum tilfellum á alþjóðlegum hafsvæðum.

Lagt er til að 450 tonna þorskkvótanum verði úthlutað í sameiginlegan pott til þeirra skipa, sem hafa aflað sér veiðiréttinda í sunnanverðu Kyrrahafinu.

 

Deila: