Vöruflutningar um Faxaflóahafnir í jafnvægi

Deila:

Fyrstu sex mánuði ársins 2019 er vöruflutningar um Faxaflóahafnir í jafnvægi en nánast sama heildarmagn hefur verið flutt inn og út ef miðað er við árið 2018.  Auknir milliflutningar, strandflutningar og framhaldsflutningar vega upp lítilsháttar minnkun í inn- og útflutningi. Þá hefur nokkru minna magni af fiski verið landað miðað við fyrstu sjö mánuði ársins en var árið 2018.

Heildar flutningar inn og út árin 2018 og 2019 voru fyrstu sex mánuðina tæplega 1,9 milljónir tonna, en skipting er þessi:

Í einstökum vöruflokkum þá má sjá að innflutningur á eldsneyti er um 207 þús. tonn og stendur í stað á milli ára, innflutningur á bifreiðum lækkar úr 16 þús. tonnum í 11 þús. tonn, en magn byggingavöru eykst úr 74 þús. tonnum í 80 þús. tonn.  Útflutningur á sjávarafurðum var um 120 þús. tonn, á áli 179 þús. tonn og járnblendi 29 þús. tonn og er nánast sama magn og fyrstu sex mánuði ársins 2018.

Þegar tölur yfir landaðan afla fyrstu sjö mánuði ársins má sjá að heildar afli er um 19 þúsund tonnum minni en á sama tímabili árið 2018.  Þar vegur þyngst loðnubrestur, sem skýrir um 14 þúsund tonn, en minna magn af bolfiski um 4 þús. tonn.  Auknum bolfiskafla hefur þó verið landað á Akranesi eftir líflega veiði í Faxaflóa á vormánuðum.

Sundurliðun á aflatölum er eftirfarandi:

 

 

Deila: