Minna magn en meira verðmæti

Deila:

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum á 12 mánaða tímabili, júlí til júní nemur 458.500 tonnum, það er samdráttur um tæp 47.000 tonn miðað við síðustu 12 mánuði þar á undan. Samdrátturinn er 9%. Samdráttinn má fyrst og fremst rekja til minni útflutnings á kolmunna og ufsa. Á hinn bóginn hefur útflutningur á þorski og ýsu aukist.

Þrátt fyrir samdrátt í magni hefur verðmætið vaxið um 3% og er nú samtals 147 milljarðar íslenskra króna. Laxinn skilar bróðurpartinum af verðmætinu eða 65 milljörðum króna. Það er nánast það sama og á síðasta 12 mánaða tímabili á undan þessu.

Verðmæti þorskaflans nú er um 14 milljarðar íslenskra króna og er það vöxtur um 20%. Verðmæti útfluttrar ýsu jókst um 67% og er nú um 3,4 milljarðar króna.

Deila: