40 manns frá Síldarvinnslunni á sýningunni

Deila:

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin IceFish var formlega opnuð á miðvikudag. Sýningin er í Fífunni í Kópavogi og stendur fram til klukkan fimm í dag. Margar áhugaverðar nýjungar eru kynntar á sýningunni og er hún í alla staði bæði forvitnileg og gagnleg fyrir þá sem starfa í greininni.

Starfsmenn Síldarvinnslunnar létu sig ekki vanta á sýninguna. Alls sóttu hana um 40 starfsmenn fyrirtækisins í gær. Það var Flugfélagið Ernir sem sá um að flytja flesta starfsmennina suður í gærmorgun og síðan austur síðdegis.
Það var margt um manninn á sjávarútvegssýningunni í gær. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Deila: