Strandveiðar eins og í fyrra þar til frumvarpið verður afgreitt

Deila:

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar. Fyrirkomulag veiðanna verður óbreytt frá því í fyrra, í það minnsta til að byrja með. Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að svo gæti farið að breytingar verði gerðar á reglugerðinni verði frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, samþykkt.

„Matvælaráðuneytið áréttar að verði frumvarpið að lögum kann að verða nauðsynlegt að gera breytingar á reglugerðinni fyrir árið 2023 til samræmis við lagasetningu Alþingis.”

Heimilt verður að veiða 10 þúsund tonn af þorski, eins og í fyrra. Fram kemur að hlutfall strandveiða af leyiflegum hámarksafla þorsks nema tæplega fimm prósentum. Það er svipað og 2022.

Sjá nánar hér.

Deila: