Mesta veiðin á svæði A og D

Deila:

Alls 62 af 100 aflahæstu bátunum á strandveiðum það sem af er strandveiðitímabilinu eru á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi austur að Húnaflóa. Þetta má sjá úr gögnum frá Fiskistofu. Góðar ufsaveiðar koma bátum á svæði D á listann en af efst 100 bátunum eru 26 af svæði D. Aðeins 7 bátar á svæði C komast á listann en 5 af svæði B.

Í reglugerð um strandveiðar segir að búið sé veiðar standi yfir í maí, júní, júlí og ágúst. Samtals hefur flotinn veitt liðlega 27 prósent þess þorskafafla sem úthlutað var til strandveiða í ár, þegar enn eru sex dagar eftir af mánuðinum. Að óbreyttu er því útlit fyrir skerta strandveiðivertíð, eins og undanfarin ár.

Samtals eru 687 bátar komnir með strandveiðileyfi en af þeim hafa 643 landað afla. Í fyrra voru bátarnir 723, þegar upp var staðið.

49% þeirra báta sem landað hafa afla eru á svæði A, 18% eru á svæði B, 11% á svæði C og 22% á svæði D.

Dögg SF frá Höfn í Hornafirði er aflahæsti báturinn þegar hingað er komið sögu. Skipið hefur landað tæpum 16 tonnum úr sjó í 9 róðrum. Þó skal tekið fram að Döggin landar að jafnaði um 71 kílóum meira af þorski en leyfilegt er, í þeim róðrum þar sem skammti hefur verið náð.

Fimm aflahæstu bátarnir

Skrnr. – Bátur – Svæði – Landanir – Heildarafli í kílóum talið

2402 Dögg SF 18 SD 9 15898
7214 Stormur SH 33 SA 9 12955
2969 Haukafell  SF 111 SD 10 12,896
7485 Valdís ÍS 889 SA 9 12193
1909 Gísli ÍS 22 SA 9 12189
7057 Birna SF 147 SD 10 11,811
2597 Benni SF 66 SD 8 11,606
6935 Máney SU 14 SC 8 11507
2564 Marín SF 27 SD 8 11,021
7414 Öðlingur SF 165 SD 8 10,974

 

 

 

Deila: