Selum fækkaði á milli ára

Deila:
Selatalningin mikla fór fram í gær og tóku um 40 sjálfboðaliðar þátt í henni. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Selaseturs Íslands. 110 kílómetrar af strandlínunni við Vatnsnes og Heggstaðanes voru taldir.
Að þessu sinni voru 549 selir taldir en í fyrra voru þeir 595. Fækkunin nemur um 8%. Fram kemur að tveir stórir hópar af sjálfboðaliðum hanfi gengið fjörur ásamt nokkrum heimamönnum, landeigendum og starfsfólki tengdu Selasetrinu.
Tekið er fram að ekki sé hægt að draga neinar stórar ályktanir af talningunni. Á árabilinu 2012 til 2015 voru á bilinu 400 til 450 selir taldir.
„Vissulega hefðu það verið jákvæðar fréttir ef þessi tala hefði verið hærri. Við bindum því vonir við að hún verði hærri að ári í ljósi þess að staða selastofna landsins er viðkvæm,” segir í færslunni.
Deila: