Dagsektir gegn Brim felldar niður

Deila:

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem dagsektir voru lagðar á Brim hf. til að knýja á um afhendingu gagna vegna athugunar á stjórnunar- og eignartengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Samkeppniseftirlitið hafði gert samning við matvælaráðuneytið sem tryggði fjármagn til verksins.

Samkeppniseftirlitið metur að fyrir vikið séu forsendur brostnar fyrir verkinu: „Í úrskurði áfrýjunarnefndar er komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist ekki því hlutverki sem Samkeppniseftirlitinu er fengið í samkeppnislögum sem sjálfstæðs stjórnvalds að gera sérstaka samninga við stjórnvöld um einstakar athuganir. Í úrskurðinum er jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitið hafi ekki heimild til að beita valdheimildum sínum vegna athugana sem að mati áfrýjunarnefndar er stofnað til með þeim hætti. Að því virtu er það niðurstaða nefndarinnar að ekki séu uppfyllt skilyrði til að leggja dagsektir á Brim.

Að gengnum framangreindum úrskurði lítur Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og mun óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans.” Eftirlitið hyggst hins vegar halda kortlagningunni áfram á eigin vegum. Það muni þó taka mun lengri tíma þar sem ekki fæst lengur sérstök fjármögnun til verksins.

Nánar má lesa um þetta á vef Samkeppniseftirlitsins.

Deila: