Lítið veitt af makríl

Deila:

Makrílveiðarnar eru varla hafnar að heitið geti. Aflinn er aðeins orðinn 8.425 tonn, en leyfilegur afli er 174.500 tonn. Átta aflareynsluskip hafa landað 7.923 tonnum af kvóta upp á 140.180 tonn og er Huginn VE þeirra aflahæstur með 2.131 tonn. Hann frystir aflann um borð.

Ásgrímur Halldórsson SF hefur landað 498 tonnum af svokölluðum tilboðskvóta, sem samtals er 1.330 tonn og skiptist milli nokkurra skipa. Enginn afli hefur verið skráður í flokki vinnsluskipa og skipa án vinnslu.

Smábátar hafa tekið samtals þrjú tonn og skiptist það milli nokkurra báta. Heildarkvóti fyrir línu og handfæri er 6.983.

Gera má ráð fyrir að meiri kraftur færist fljótlega í veiðarnar, því makríll er bestur til vinnslu þegar hann hefur náð að fita sig í ætisgöngunni hér norður frá. Það gerir hann frameftir sumri og til hausts er hann heldur aftur frá landinu

Deila: