Styttist í greinargerðina

Deila:

Það styttist í að greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands til forsætisráðherra vegna Samherjamálsins líti dagsins ljós. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðsins, segist þó í samtali við ruv.is ekki geta gefið loforð um endanlega dagsetningu.

Hinn 7. nóvember síðastliðinn staðfesti Hæstiréttur Íslands þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að fella skyldi úr gildi 15 milljóna króna sekt sem Seðlabanki Íslands lagði í stjórnvaldssekt á útgerðarfélagið Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Fimm dögum síðar óskaði forsætisráðherra eftir upplýsingum frá bankaráði Seðlabankans um þá rannsókn sem leiddi til þess að sektin var lögð á. Katrín óskaði svara fyrir 7. desember.
 

Deila: