Aldrei heyrt um slík afköst

Deila:

Samfelld vinnsla á síld hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að undanförnu. Síldin staldrar ekki lengi við í frystigeymslum fyrirtækisins og er nú verið að lesta skip sem tekur um 4.500 tonn af afurðum. Heimir Ásgeirsson, verkstjóri í frystigeymslunum, segir að vel hafi gengið að skipa út.

„Það er lokið við að skipa út í þetta skip og það hefur svo sannarlega gengið vel. Það tók þrjá daga að lesta skipið. Við byrjuðum á föstudag og þá fóru 850 tonn um borð, í gær fóru rúmlega 1.600 tonn um borð en á laugardaginn fóru hvorki meira né minna en 1.820 tonn. Ég hef aldrei heyrt um slík afköst við útskipun. Að það skuli vera hægt að skipa út 1.820 tonnum á einum vinnudegi frá 7 til 7 er hreint út sagt ótrúlegt. Og útskipunin er framkvæmd með lyfturum og krönum. Þetta væri ekki hægt nema með frábærum mannskap og starfsmenn frystigeymslnanna og starfsmenn Tandrabergs kunna svo sannarlega til verka. Þeir vinna eins og samstillt og vel þjálfað fótboltalið og árangurinn er ótrúlegur, segir Heimir í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar

 

 

Deila: