-->

Fiskeldi sjálfbærasta framleiðsla matvæla

Breska vottunarfyrirtækið Farm Animal Investment Risk and Return (FAIRR) hefur gefið út að norkst fiskeldi sé sjálfbærasta matvælaframleiðslan í heiminum og þar er norskra eldisfyrirtækið Leröy efst á blaði. Þetta kemur fram á norska vefmiðlinum laks.no í fyrradag. Tilgangur vottunarinnar er að gefa fjárfestum upplýsingar um frammistöðu í umhverfismálum og sjálfbærni matvælaframleiðslu.  Litið er á framleiðslu á gróðurhúsalofttegundum við framleiðsluna, vatnsnotkun, sýklalyfjanotkun, dýravelferð, vinnuaðstöðu og matvælaöryggi við einkunnagjöfina.

Fyrirtækið Leröy er stór framleiðandi í fiskeldi og framleiddi 150 þúsund tonn af lax og silungi árið 2016 að verðmæti um 120 milljarða íslenskra króna á gengi í dag.
Frétt af bb.is

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...