Fiskur í parmasen hjúp

Ýsa í raspi er yndislegur matur sem flestir Íslendingar hafa notið frá barnæsku til æviloka. Þetta er réttur sem hefur verið óbreyttur frá upphafi. En það má breyta til og þessi aðferð er bara í meira en góðu lagi. Bara velja uppáhalds fiskinn, hjúpa hann og elda. Flóknara er það ekki.

Innihald:

800 g fiskflök svo sem þorskur, ýsa eða koli, roð- og beinlaus í hæfilegum bitum
1 egg
1 msk mjólk
1 bolli rifinn parmesan ostur
2 msk hveiti
1⁄2 tsk papríkuduft
1⁄4 tsk salt
1⁄8 tsk pipar

Aðferð:

Hrærið eggið og mjólkina saman í skál og leggið til hliðar. Takið plastpoka með „rennilás” og setjið í hann ostinn, hveitið og kryddið. Lokið pokanum og hristið vel.

Setjið fiskbitana einn og einn í pokann og hristið vel svo bitinn hjúpist vel.

Bakið fiskbitana ofnföstu móti í bakaraofni við 180 gráður í um 25 mínútur. Tíminn fer eftir því hve þykk stykkin eru

Berið frem með fersku salati að eigin vali, hrísgrjónum eða nýjum soðnum kartöflum.

 

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...