Saltfiskur með rúsínum og furuhnetum

Deila:

Þessa dagana standa saltfiskdagar yfir. Blásið hefur verið til Saltfiskviku á veitingastöðum hringinn í kringum landið dagana 4. til 15. september. Markmiðið með Saltfiskvikunni er að gera þessari einni verðmætustu útflutningsafurð Íslands hærra undir höfði og auka veg hennar heima fyrir.

Alls taka 13 veitingastaðir þátt, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðlinum. Gestakokkar frá Ítalíu, Spáni og Portúgal eru jafnframt væntanlegir sem munu elda á völdum stöðum. Þá munu mötuneyti í fyrirtækjum við bjóða upp á saltfisk þessa dagana.

Í tilefna þess bjóðum við nú upp á uppskrift að saltfiski, sem fengin er úr bókinni Úlfar og fiskarnir en þetta er aðalréttur fyrir tvo

Innihald:

400 g útvötnuð saltfiskflök í 4 bitum
hveiti
smjör til steikingar
1 tómatur, afhýddur og saxaður (má nota úr dós)
20 g rúsínur, sem lagðar hafa verið í bleyti í púrtvíni eða sérrii
1 epli, skrælt og skorið í litla bita
20 g furuhnetur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
steinselja, söxuð
ólífuolía
½ bolli hvítvín

Aðferð:

Fiskbitunum er velt upp úr hveiti og þeir steiktir á pönnu í 1 ½ mínútu á hvorri hlið. Tómati, rúsínum, eplum, furuhnetum og hvítlauki er bætt út í ásamt steinselju og hvítvíni. Sjóðið uns tómaturinn maukast (um það bil 2 mínútur).
Gott er að gefa með þessu kartöflugratín.

Deila: