-->

Stjórnum ekki veðrinu

Maður vikunnar vinnur við að selja fisk til útlanda. Hún segir að í því felist margar áskoranir; til dæmis að útskýra fyrir erlendum viðskiptavinum að við búum á eyju í miðju Atlantshafinu og stjórnum ekki veðrinu. Soðin ýsa klikkar ekki að hennar mati og í draumafríið langar hana til Ítalíu.

Nafn:

Anna Borg Friðjónsdóttir. 

Hvaðan ertu?

Kópavogi.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Hrannari Darra og eigum við von á stelpu í byrjun mars á næsta ári.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem sölustjóri hjá Iceland Seafood.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði sumarið 2011 í vinnslunni hjá HB Granda í Reykjavík.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Tvímælalaust fólkið sem maður hittir og kynnist. En það er einnig gaman að fylgjast með hversu hröð þróunin hefur verið innan sjávarútvegsins og hversu mikið tækninni hefur fleygt fram síðasta áratug. Þetta er einstaklega skemmtilegur tími til að vinna við íslenskan sjávarútveg.

En það erfiðasta?

Ekkert sem er erfitt en þær eru margar áskoranir sem þarf að takast á við sölu og útflutning á ferskum fiski t.d. að útskýra fyrir erlendum viðskiptavinum að við búum á eyju í miðju Atlantshafinu og stjórnum ekki veðrinu.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ekkert sem ég man eftir núna.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Margir eftirminnilegir.

Hver eru áhugamál þín?

Elda og borða góðan mat og eiga gæða stundir með fjölskyldu og vinum. Á veturna reyni ég að komast á snjóbretti eins oft og tækifæri gefst.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Erfitt að nefna eitthvað eitt en soðin ýsa og nýjar kartöflur með miklu smjöri klikkar ekki.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ítalíu.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...

thumbnail
hover

Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða m...