Sjávarréttaskel með rækjum og hörpudiski

Deila:

Okkur finnst bæði gott að leita eftir uppskriftum í nýjum bókum, blöðum eða á netinu og að fara aftur í tímann. Þessa virkilega fínu uppskrift að forrétti fundum við í bleðlingi frá Vöku Helgafelli, sem ber heitið Nýir eftirlætisréttir. Þar segir svo: „Hér fá ljúffengar rækju og hörpudiskur að njóta sín til fulls, aðeins kryddað með sítrónu og bakað undir osti og sósu. Fljótlegur og afbragðsgóður forréttur. Uppskriftin er fyrir sex.“

Við mælum með þessum góða rétti sem bæði má hafa sem forrétt eða aðalrétt eftir magni. Okkur finnst mjög gott að njóta hans á rómantísku kvöldi við kertaljós og góða tónlist með góðu kældu hvítvíni. Alverg kjörið fyrir pör á öllum aldri.

Innihald:

200 g rækjur
200 g hörpuskel
6 þunnar ostsneiðar
Sósa:

3 dl mjólk
200 g rifinn ostur
1 tsk sítrónusafi
kjötkraftur (einn teningur)
sósujafnari

Aðferðin:

Bræðið saman rifna ostinn og mjólk í potti við vægan hita.
Bætið sítrónusafanum og kjötkraftinum út í. Jafnið sósuna með sósujafnara.
Skammtið rækju og hörpudisk í sex skeljar eða blandið þeim saman í eitt eldfast mót. Ýrið sítrónusafanum yfir. Hellið sósunni yfir og setjið eina ostsneið ofan á hvern skammt. Bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur.
Berið forréttinn fram með léttristuðu brauði og ef til vill góðu hvítvíni

Deila: