Yfirlýsing formanns LS um tilhæfulausar ásakanir! 

Deila:

Axel Helgason   formaður Landssambands smábátaeigenda hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Vegna yfirlýsingar SFÚ í gær þar sem vitnað var í viðtal við undirritaðan, formann  Landssambands smábátaeigenda (LS) í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, er  nauðsynlegt að eftirfarandi komist á framfæri.

Svar mitt við vangaveltum fréttamanns um samsæriskenningar var ekki við því sem  skeytt var saman við svarið af hálfu fréttamanns.

Ég gaf ekki til kynna að kaupendur sameinuðust um kaup á uppboðum né var með  nokkrar ásakanir eins og fram kemur í yfirlýsingu SFÚ.  Ég hafna alfarið að nokkrar  aðdróttanir hafi komið frá mér á hendur kaupendum og bendi þeim sem vilja hlusta á  fréttina.  Hún er aðgengileg á vef visir.is.

Það er sannfæring mín að eftir ýtarlega skoðun á uppboðum síðastliðið sumar þegar  fiskverð voru í lágmarki, að engin ástæða var til efasemda um að þar færi allt eðlilega  fram.  Skýringar á lágu fiskverði voru margar og er ágætlega farið yfir þær helstu í  yfirlýsingu SFÚ.

LS hefur marg ítrekað sent frá sér yfirlýsingar um mikilvægi fiskmarkaða og vill efla þá  eins og hægt er.  Smábátasjómenn eru hins vegar ekki sáttir við að upplýsingar sem  áður voru aðgengilegar skulu teknar út af uppboðvefnum og sú aðgerð hefur skapað  tortryggni sem er í verkahring okkar í forustunni að kanna hvort fótur sé fyrir.“

 

Deila: